fimmtudagur, ágúst 28, 2003

Snllidar síða sem hann jón er með.
Ég prófaði að taka alkapróf
og skv því eru 100% líkur á að ég sé alki.

Spurninagrnar eru svona:
1. Hefur þér einhvern tímann fundist að þú þyrftir að draga úr drykkjunni?
Svar mitt: Nei ekkert sérstaklega.

2. Hefur fólk gert þér gramt í geði með því að setja út á drykkju þína ?
Svar mitt: Já, Raggi hefur oft bent á að ég drekki ekki nóg.

3. Hefur þér einhvern tímann liðið illa eða haft sektarkennd vegna drykkju þinnar?
Svar mitt: Já, ég hef oft verið timbraður daginn eftir, engin sektarkennd samt.

4. Hefur þú einhvern tímann fengið þér áfengi að morgni til að laga taugakerfið eða losa þig við timburmenn?
Svar mitt: Já, var að drekka til 6:00 á síðustu helgi (þá er kominn morgun ekki satt?).

"Af svörunum að dæma er áfengissýki á ferðinni og nákvæmnin er nálægt 100%."

Þannig að ég er í vondum málum. Gaman væri að sjá aðra taka þessi próf
og posta niðurstöðunum á heimasíðunni sinni eins og LOTR prófinu.
Sæi... Þegar þú póstar þá sést ekki nafnið þið... ef þú breytir nafni þínu og skrifa það Sæi eða Sæþór... þá færðu íslenska stafi...
ATH. Ég veit að eflaust stendur bara Sæi og Sæþór í setningunni fyrir ofan,,, þannig ef svo er þá skrifaru þennan eftirfarandi texta án bandstrikanna... OK... sem sagt: S&ae-lig;i eða S&a-elig;&th-orn;&oa-cute;r... OK...
Búinn að setja heimasíðu á hvern mann hér og landskóta þannig maður veit hvar fólk er...
Hver fer að verða síðastur að byrja blogga hér... Jón, Ingi, Þórir, Óli og Runi eru ennþá ekki búnir að svara póstinum...? Ég sendi áminningu á þá...

miðvikudagur, ágúst 27, 2003

Þóri vantar nýja tölvu. Innihald svarta ruslapokanns er sennilega
öflugra en það sem hann er með núna.
Hjálp...! Ég er að drukkna í tölvu íhlutum... Vill einhver hirða 4-5 notuð móðurborð, einhver skjákort, minni og allskonar rugl sem ég get ómögulega borið kennsl á né parað saman... Er með svartan ruslapoka af þessu og ef engin tekur þetta þá fer þetta á haugana...
Gæti verið skemmtilegt challenge fyrir Murkholtið að sjá hvað þið getið búið til margar vélar úr þessu...

þriðjudagur, ágúst 26, 2003

Ímyndið ykkur ef Raggi tengdi þennan blogg við SMS og við fengjum skeyti í hvert sinn sem
hann væri uppfærður, fékk þessa (ógnvænlegu) hugdettu þegar Raggi var að
auglýsa blogginn með SMS.
ATH...! Áður en lengur (eða lengra) er haldið...? Er það sagt og skrifað:
Durganir
eða
Durgarnir (með "r")
???
Gandalf

Gandalf the Grey

If I were a character in The Lord of the Rings, I would be Gandalf, Wizard, a guardian against the Dark Lord.

In the movie, I am played by Ian McKellen.

Who would you be?
Zovakware Lord of the Rings Test with Perseus Web Survey Software


Cool... Þvílík tilviljun finnst mér að prófið passaði bæði á mig og Robba eins og ég sagði fyrir... I didn't know Gandalf was clairvoyant...
Þá er ég númer þrjú, ég er samt ekki alveg viss um að ég sé sáttur við að vera Sam Gamgee
en LOTR prófið er sammála Ragga í þessum efnum.

Sam

Sam Gamgee

If I were a character in The Lord of the Rings, I would be Sam, Hobbit, Frodo's humble servant.

In the movie, I am played by Sean Astin.

Who would you be?
Zovakware Lord of the Rings Test with Perseus Web Survey Software

Búinn að senda invite á alla... hver er fyrstur og hver verður síðastur...?
Kominn teljari og comment kerfi... Hér með er síðan vígð...
Ef við værum Föruneyti hringsins... hverjir værum við...?
Sem minnstu djammaranir og þar af leiðandi minnsta ævintýrafólkið væri þá Jón, Þórir, Robbi og Óli Hobbitar... Robbi er búinn að taka sig verulega á í sumar og væri hann því einn annaðhvort Sam eða Frodo... Jón er samt meiri Frodo týpa og Robbi gæti því verið Sam því Frodo og Sam eru alltaf saman... Þar af leiðand er Óli Pippin og Þórir Merry því þeir eru líkir þeim báðum... Ég sjálfur er Gandalf, the partý wizard og ekkert múður!... Sæþór væri deffinetly Boromir, pínu tainted human... Þá væri Hjalti bróðir hans Faramir (bróðir Boromir (allt passar sko))... Indy er deffinetly Aragorn, alltaf tilbúinn í átök (drykkjuátök)... Núna er deila hinsvegar um hvort Runi eða Ingi sé meiri dvergur í sér...? Ingi er að vísu þrjóstasti durgurinn og mikið fyrir ölið og er hann þar af leiðandi Gimli... Runi hin söngelski er því hin léttfætti Legolas...
Svona verður næsta ævintýri okkar...
Hobbitanir fjórir eru ofa ní holu sinni Murkholt og lifa þar sínu verndaða lífi... Í Desember kemur bank og er þar kominn langa leið Gandalf hin mikli með sögur af ævintýrum... Þeir vilja allir taka þátt í förinni... Á leiðinni hitta þeir skuggalegan mann (Strider) sem kemur frá fjarlægum stöðum... Hann slæst í för og leiðir þá að álfinum... Þegar þar er komið birtist sveitur, skeggjaður og ölvaður dvergur úr gullnámunni í Lúxemborg og bræðurnir Boromir og Faramir koma ríðandi en ég veit ekki á hverju... Er þá föruneytið fullkomið og halda ævintýri þeirra áfram á ásókn þeirra til um... Mt. Esja... og... hvað svo... svei...

miðvikudagur, ágúst 13, 2003

Hérna verður bloggið hjá Durgunum... Fyrst við virðumst allir verða á mismunandi stöðum er fínnt að hafa einhvern stað til þess að láta vita af sér...
Durganir í stafrófsröð og staðsetningu eru:
Hjalti: Danmörk/Sviss
Indy: Danmörk
Ingi: Lúxemborg
Jón: Ísland
Óli: Ísland
Raggi: Canada
Robbi: Ísland
Runi: Ísland
Sæi: Ísland
Þórir: Ísland
Verður bloggað hér fréttir, linkar og fleira sem ætti að heilla hina en engir aðrir ættu að hafa áhuga á...
Skál fyrir því...