fimmtudagur, desember 04, 2003

Jamm, hvað getur maður sagt um Pan and scan á móti Letterbeox sem færir ekkert til...
Þú getur still ný sjónvörp og DVD til þess að taka myndina og gera Pan and Scan... En náttúrulega er best að sætta sig við svörtu rendurnar uppi og niðri... eða fá þér Widescreen sjónvarp (eins og ég á) sem kemur myndinni allri fyrir...
Það er í raun hætt að framleiða venjuleg 4:3 (letterbox) sjónvörp og allar nýjar línur af sjónvörpum eru 16:9 (widescreen)... Það er meira að segja fyrir einhverju að framleiða sjóvarpsþætti í 16:9 þannig gæða þættir eru í raun Widescreen og þú missir af miklu (eða færð svartar rendur uppi og niðri)... Þættir eins og "24", "E.R." og fleiri... Svo með Widescreen sjónvörp þá færðu svartar rendur til hægri og vinstri nema myndin sé teygð (sem er ljótt)... Tæknilega séð væri líka hægt að láta það fylla uppí hliðarnar og gera "Pan and Scan" upp og niður en sú hreyfing er fólki óeðlileg... Smá auka fróðleikur: Það myndi vera kallað "Tilt and Scan"
Það nýjasta hinsvegar (samt ekki það nýtt hér) er High Deffinition T.V. (HDTV)... Það er allt wide screen og gæðin eru til þess að drepa fyrir... Heima er PAL kerfi 720x576 punktar (prófaðu að bera saman við tölvu 1024x768 eða jafnvel 1200x1024) og hér er NTSC 720x540... HDTV er 1280x720 eða 1920x1080 (wow!)... Evrópa finnst það ekki þess virði að skipta yfir í HDTV (no joke!)... Það er komið kerfi og sjónvörp hér sem eru um 3000x2000 punktar (WOW!) eða betra (man ekki alveg) en það er ekki komið í almenna notkun...
Jamm, þetta lærir maður í einu fagi... mjög gaman... tek próf í þessu næsta miðvikudag...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli